Hellulagðar gangstéttir víða um borgina

Hellulagðar gangstéttir víða um borgina

Víða um borgina eru hellulagðar gangstéttir komnar til ára sinna og yfirborðið orðið mjög ójafnt. Hellurnar eru skakkar, lausar og slitnar, en sums staðar hafa trárætur ýtt hellunum til. Þetta á m.a. um nokkra kafla á Laugavegi, Bríetartún, Austurstræti, Rauðarárstíg og eflaust víðar! Þetta veldur óþægindum fyrir gangandi sem og notendur hjólastóla, göngugrinda eða annarra hjálpartækja, fólk með barnavagna, hjólandi og þeirra sem eru á hlaupahjólum. Þá má einnig benda á að trjárætur hafa einnig gert yfirborð göngustíga í Laugardal ójafnt, sem þarf að laga til að allir borgarbúar geti notið svæðisins.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information