Hvað viltu láta gera? Breita Hólsvegi ( ofar langholtsvegi) og Ásveg í einstefnu í sitthvora áttina. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að minnka gegnumakstur , minnka akstur stóra ökutækja um íbúðargötur , s.s Strætisvagna , Ökukennslu þungavinnu birfreiða.
Þetta er eitthvað sem þarf að gera, við búum á Hólsveginum og er alveg galið að strætó keyrir niður götu sem er það þröng að bílar geta ekki mæst. Svo keyrir strætó mjög hratt niður götuna, mun hraðar en hann má, og það búa mörg börn og dýr í götunni. Annað hér fara niður oft á dag risa vörubílar og rútur vegna æfinga aksturs, þetta er ekkk staður til að gera slíkt. Við vonum svo sannarlega að þessu verði breytt til að gera okkar nærumhverfi öruggt.
það er alveg tímabært að setja einstefnu á þessar götur, því bílafjöldin í þeim er þannig að þær eu eingilega sjálfgerðar einstefnugötur og ekki hægt að bæta bílum þar og svo er strætó að aka umHólsveg og enganvegin hægt að mæta þegar srtætó ekur niður Hólsveginn
Minnka umferð, göturnar eru þröngar og erfitt að mætast. Ég mæli með að dyngjuvegur, Hólsvegur og Ásvegur verði í forgangi á milli Langholtsvegs og Austurbrúnar þar sem flestir virðast halda að það sé biðskylda á Hjallavegi og Kambsvegi
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation