Hvað viltu láta gera? Breyta Álfheimum úr núverandi notkun sem tengibraut, í það sem Álfheimarnir áttu að vera í upphafi, sem var húsagata. Samhliða þessu þyrfti að endurvekja tillögur eldri aðalskipulagsáætlana Reykjavíkurborgar um gatnatengingu milli Grensásvegar og Holtavegar, sem yrði þá tengibraut á milli Suðurlandsbrautar og Langholtsvegar í staðinn fyrir Álfheima. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta mun bæta lífsgæði íbúa við Álfheimana, einnig samræmist það ekki góðri skipulagshönnun að bílar bakki af einkalóðum út í tengibraut.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Ég er alfarið á móti opnun Holtavegar. það mun breyta verulega samgöngum um dalinn - sem börn nota mikið t.d. til leikja og æfinga. Má þar nefna æfingarsvæði Þóttar, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Laugardalslaugina. Ég hef búið í Álfheimunum s.l. 30 ár og finnst það ómetanlegt að umferð sé ekki um Holtaveg þegar maður er með börn á skólaaldri og barðist fyrir þessu á sínum tíma.
Opnun Holtavegar í stað Álfheima væri til bóta fyrir íbúa austan Álfheima en dregur bæði úr umhverfisgæðum í dalnum fyrir almenning, gangandi og hjólandi, og færir bílaumferðina bara hinumegin við blokkirnar sem dregur úr umhverfisgæðum frekar en bæta þau fyrir íbúa blokkanna vestan megin við Álfheima.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation