Ljósastaurar á gamla Gufunesveginn

Ljósastaurar á gamla Gufunesveginn

Það er stígur sem liggur frá Kirkjugarðinum að Engjaborg. Þetta er malarstígur sem á sér víst gamla sögu. Hann er friðaður og því er hann ekki malbikaður. Hann er mikið notaður en það er ákveðinn kafli af honum sem er ekki með ljósastaura. Sá partur göngustígsins sem er á milli blokkana Laufengi 22-42 og Laufengi 16 er ekki með ljósastaura en stígurinn sem tekur við og fer alla leið að Engjaborg er með ljósastaurum.

Points

Þetta er friðaður stígur en þrátt fyrir það er stór hluti af honum með ljósastaurum. Þetta er líka mikið notaður stígur, aðalsamgangan frá Laufengi að kirkjugarðinu og á veturna er ekki gott að hann sé óupplýstur. Það skapar hættu þar sem þetta er malarstígur og er því ójafn og dældir eru í honum. 2-3 ljósastaurar myndu kippa þessu í liðinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information