Hvað viltu láta gera? Fegra þetta sameiginlega svæði með gróðri og leiktækjum og huggulegri lýsingu. Hvers vegna viltu láta gera það? Svæðið er núna frekar dapurlegt og í niðurníslu. Þar er núna gamall körfuboltavöllur sem hefur munað sinn fífil fegurri og ekki verið vel við haldið.
Góð hugmynd en ég veit ekki betur en að körfuboltavöllurinn sé í eigu húsfélaga Aspar- og Æsufells og hefur því ekkert með borgina að gera. Hins vegar mætti breyta malarvellinum nær Yrsufellinu í leikvöll sem börnin á leikskólunum Vinaminni og Holti gætu nýtt sér til tilbreytingar, og auðvitað öll önnur börn líka, en svæðið gagnast lítið í núverandi mynd og er í raun lýti á annars fallegu svæði.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Svæðið sem um ræðir er ekki á lóð Reykjavíkurborgar heldur er um húsfélagsmál að ræða. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation