Hvað viltu láta gera? Setja einstefnu við Sæviðarsund (33 - 35). Stoppa umferð sem kemur frá bílaplani Adam og Evu. Hvers vegna viltu láta gera það? Bílaumferð við Sæviðarsund 33 og 35 er töluverður. Mikilvægt er að gera þessa götu öruggari fyrir gangandi vegfarendur sem eiga leið að rólóvelli við Sæviðarsund eða börn á leið í/úr skóla. Að setja einstefnu gerum okkar hverfi og Sæviðarsund að öruggari götu fyrir ökutæki og gangandi vegfarendur.
Nauðsynleg breyting þar sem hraði í gegnum götuna, þá sérstaklega bíla sem koma frá Kleppsvegi inn Sæviðarsund, er mjög mikill og margir sem telja sig vera að stytta sér leið með því að keyra þarna í gegn. Hún hentar varla sem tvístefnugata því þegar bílar mætast endar sá bíll sem nær er gangstétt oftar en ekki á því að fara upp á gangstétt. Gatan er íbúðagata og á fyrst og fremst að vera fyrir þá sem eiga erindi í götuna, ekki óþarfa umferð. Liður í því að lækka umferðarhraða í hverfinu.
Nr.1 - Þetta er eina lengjan í Sæviðarsundinu sem er ekki botnlangi. Næstu lengju var lokað með grjótum fyrir margt löngu þannig að ekki væri hægt að keyra af planinu frá Adam og Evu. Nr.2 Ég bý í nr 27 og þetta horn er fyrir augunum alla daga. Ótal sinnum hef ég séð "næstum slys" þar sem bíll keyrir af holtavegi og inn þennan "botnalanga" til að stytta sér leið og næstum keyra á bíl eða gangandi vegfaranda. Fjöldi barna kemur þarna eftir Holtavegi og beygir inn Sæviðarsund á leið sinni úr skól
Væri ekki enn betra að breyta þessu í botnlanga? Loka fyrir akstur af bílastæði við Ark arkitekta yfir í Sæveiðarsund?
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation