Hundagerði við Vesturbæjarlaug

Hundagerði við Vesturbæjarlaug

Hvað viltu láta gera? Útbúa hundagerði við vesturbæjarlaug Hvers vegna viltu láta gera það? Það er vöntun á stað þar sem hundar geta verið lausir og hitt aðra hunda i Vesturbænum.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Í fyrra fór fram formlegt ferli þar sem reynt var að koma fyrir hundagerði á umræddu svæði. Í ljósi þeirra athugasemda og viðbragða sem komu fram um tillögu að nýju hundagerði á lóð Vesturbæjarsundlaugar var fallið frá tillögunni og henni hafnað. Sjá nánar fundargerð Borgarráðs: https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5589. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedils-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-almennar-upplysingar-2020-2021.

það vantar hundagerði, einfalt mál...

Vantar svæði þar sem hundar geta verið lausir i hverfinu þannig að ekki þurfi að keyra til að leyfa hundum i Vesturbæ að hlaupa lausa.

Mikil vöntun er á hundasvæði í Vesturbænum. Hér er hundur í öðru hverju húsi en eina hundasvæðið er hjá BSÍ, sem er óhentug staðsetning, alltof lítið gerði og þjónustar ekki hundafólki sem skyldi. Vegna þessa sleppa margir hundunum sínum þar sem ekki er leyfi til þess, sem skapar óöryggi fyrir bæði hundafólk og almenning. Hundasvæði myndi leysa þann vanda og núþegar er hefð fyrir því að sleppa hundum hjá Vesturbæjarlaug. Hundagjöld Reykjavíkurborgar ættu að vera nýtt í þetta verkefni.

það þarf að vera hundagerði í hverju póstnúmeri, sem rúmar líka stóra hunda.

Það er búið að kjósa um þetta áður. Það er mikil hundamenning í vesturbænum og mikilvægt fyrir bæði eigendur og hunda að fá svæði þar sem hundar geta hlaupið lausir og fengið umhverfisþjálfun.

Eina hundagerðið á þessu svæði er hjá BSÍ, það er pínulítið og bara möl. Þetta svæði var alltaf notað sem hundahittingastaður þar til þessi hjólabraut var sett upp.

Mikilvægt er að finna lausagöngusvæði fyrir hunda stað í Vesturbænum. Margar fjölskyldur eiga hunda, mikilvægt er að fólk þurfi ekki að keyra tugi kílómetra á viku til að sinna hundunum sínum og ekki síst að stemma stigu við lausagöngu þar sem hún er ekki leyfileg. Túnið við Vesturbæjarlaug hentar vel út frá þörfum hundanna og eigenda þeirra. Í dag er það töluvert notað sem útivistarsvæði breiðs hóps, en gleymum ekki að hundasvæði eru líka fyrir fólk og fjölskyldur.

Það bráðvantar hundagerði í hverfið hvort sem þessi staðsetning yrði fyrir valinu eða önnur. Fallegt hundagerði yrði mikið notað, enda mjög margir hundar búsettir í hverfinu og væri hlýleg viðbót við gott hverfi.

Nóg til af svæðum fyrir hunda í raun, sjávarsíðan og stutt í Gróttu einnig. Svæðið væri betur nýtt fyrir mannfólk

Sleðabrekkan er mikilvæg fyrir litlu krakkana í hverfinu. Hundagerði mætti a.m.k. ekki skemma hana.

Gaman að hitta aðra hunda án þess að vera með hjartað í buxunum af hræðslu hef hundur myndi t.d sjá kisu hinum megin við Hofsvallagötuna og hlaupa út á götu þar sem fólk keyrir alltaf of hratt.

Það sárvantar hundagerði í vesturbæinn, en þar sem þetta er einnig eina sleðabrekkan í vesturbænum mætti finna því betri stað, td með því að færa rólóinn sem er vestan við laugina í hornið þar sem kosið var að hafa hundagerði, og láta hundagerðið ná yfir svæðið vestan við laugina. Á sama tíma mætti endurheimta landsvæðið sem íbúar við Einimel sölsuðu undir sig og nota hluta þess undir gerðið.

Hundagerði við Vesturbæjarlaug kom fyrst fram í hverfakosningu árið 2015. Árið 2018 var það síðan samþykkt en í óþökk íbúa var byggð hjólabraut á svæðinu árið 2019. Til viðbótar við þetta var íbúum síðan boðið upp á allt of lítið hundagerði að stærð 400fm, sem síðan var felld af íbúum og hundaeigendum (https://bit.ly/2IglvMY). Reykjavík á að skuldbinda sig við að fara eftir því sem er kosið um!

Sammála, eina svæðið í nánd við vesturbæinn sem býður upp á fhleypa hundinum lausum er hundgerðið við BSÍ sem er illa umhirt of ömurleg staðsetning. Það væri virkilega gaman að sjá fallegt hundagerði með þrautabraut, til að stuðla að heilbrigðri og skemmtilegri þjálfun. https://images.app.goo.gl/HHfyccnbGYBGG7Rv8

Nei,betra væri að hafa hundagerði úti á Granda eða við Ægissíðuna.Mér finnst að hundagerði eigi ekki að vera við hliðina á sundlaug,

Tek heilshugar undir með Nínu Eck. Nú heldur borgin mikið á lofti íbúalýðræði og að íbúarnir geti haft áhrif á sitt nærumhverfi. Eins og Nína bendir á hér var kosið um hundagerði 2015 en síðan hefur allt annað verið framkvæmt eins og Nína rekur í sínu innleggi. Það er slæmt ef við íbúarnir missum alla trú á að á okkur sé hlustað og lýðræðistal sé bara orðin tóm. Hundeigendur sem vöndu komu sína á túnið hafa þurft að hrökklast í burtu eftir að hjólabraut var skellt niður á túnið án samráðs.

Þaď vantar betri ađstöđu fyrir hunda ì Reykjavik

Það sárvantar hundagerði í Vesturbæinn, hvort sem það er við sundlaugina eða annarstaðar þar sem það er algjörlega óviðeigandi hversu langt hundaeigendur þurfa að fara með hundana sína eins og er.

Veruleg vöntun á hundasvæðum í Vesturbænum. Það er ekki eingöngu gott fyrir hundana heldur einnig fyrir mannlífið en þarna gæti orðið skemmtilegur samkomustaður fólks sem hefur áhuga á hundahaldi og útiveru. Allt sem eykur útiveru fólks stuðlar að heilbrigðari og líflegri borg.

Það er gríðarleg vöntun á hundasleppisvæði í Vesturbæ. Þetta væri tilvalinn staður, sérstaklega ef svæðið yrði stækkað með fjarlægingu girðinga sem ekki eru í samræmi við lóðamörk, sjá nánar á https://hverfidmitt-2020-2021.betrireykjavik.is/post/38866.

Hundagerði við Vesturbæjarlaug kom fyrst fram í hverfakosningu árið 2015 (https://betri-hverfi-2015.betrireykjavik.is/post/2308/debate). Árið 2018 var það síðan samþykkt en í óþökk íbúa var byggð hjólabraut á svæðinu árið 2019 (https://www.visir.is/g/2019895382d). Til viðbótar við þetta var íbúum síðan boðið upp á allt of lítið hundagerði að stærð 400fm, sem síðan var felld af íbúum og hundaeigendum (https://bit.ly/2IglvMY). Reykjavík á að skuldbinda sig við að fara eftir því sem er kosið um!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information