Búum til hjartalaga garð úr kryddjurtum og lækningajurtum í hverfinu sem mun nýtast öllum þeim nágrönnum sem vilja krydda tilveruna eða styrkja sitt líkamlega ástand. Rannsóknir sýna að náttúrulegt umhverfi fyrir fólk eykur heilsu þess til muna, því eru plöntur ekki aðeins nytsamlegar vegna eiginleika sinna heldur einnig vegna þess hve gott er að vera virkur þátttakandi í vistkerfinu, að geta snert, bragðað, lyktað og notið.
Skynsamleg nýting á okkar almenningsrýmum felst í sammannlegum hlutum eins og tengingu okkar við plöntur og nýtingu á þeim. Þannig tengjust við líka fróðleik og öðru fólki í kringum okkur.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Já frábært styð þetta
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation