Aukið öryggi gangandi vegfarenda yfir Sæbraut

Aukið öryggi gangandi vegfarenda yfir Sæbraut

Til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda yfir Sæbraut þyrfti að betrumbæta aðstæður og aðgengi og ætti það að vera í forgangi hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega á það við á fjölförnum stöðum eins og þar sem strætó stoppar, þar sem er tenging mikilvægra útivistarsvæða, við stærri verslunarmiðstöðvar og þar sem umferð gangandi ferðamanna er mikil. Tillögur hafa borist um göngubrú/undirgöng yfir/undir Sæbraut við Höfða og við Kirkjusand. Sömu vandamál eiga sér stað við Sæbraut Sægarða (Holtagarða): i) löng bið eftir gangbrautarljósum (frá íbúðahverfi) og ii) ósamstillt gangbrautarljós, sem valda því að gangandi vegfarandi þarf að bíða dágóðastund á miðri Sæbraut eftir grænu. Við slíkar aðstæður óhlíðnast margir og hlaupa yfir á rauðu! Umferð ferðamanna frá íbúðahverfinu yfir Sæbraut hefur aukist í kjölfar breyttrar starfsemi við Holtagarða eftir að umferðarmiðstöð Gray Line Bus Terminal opnaði. Algengt er að sjá gangandi ferðamenn með fyrirferðamikinn farangur frá íbúðahverfinu (og úr strætó) yfir Sæbraut við gatnamótin Sæbraut Sægarða og Sæbraut Holtavegs. Hægt væri að bæta aðgengi og auka öryggi gangandi vegfarenda yfir Sæbraut með þrem mismunandi leiðum: a) betri stýringu á gangbrautarljósum, b) með göngubrú c) með undirgöngum.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ef til þess er ætlast að fólk notist við almennings samgöngur og fari gangandi eða hjólandi á milli staða þá verður að tryggja að það sé ekki alltaf bíllinn sem komist stystu leið. Þeir sem þurfa að hafa meira fyrir því að komast á milli staða ættu ekki líka að þurfa að fara lengstu leiðina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information