Það er ansi leiðinlegt að ganga um garðinn í því ástandi sem hann er núna. Hús í niðurníðslu, hringekjan hefur verið ljóslaus og með læti í þónokkur ár og garðurinn og leiktæki hans eru ansi illa hirt. Vísindatjaldið er farið og margar girðingar slitnar og beinlínis hættur á nokkrum stöðum þar sem vírar standa út í augnhæð ungra barna. Gerum þetta aftur að gamla og góða garðinum.
Ég tek algerlega undir að það þurfi að halda garðinum betur við. En mig langar samt ekki að nota hverfispeninginn í það. Þetta er fyrir alla borgina og mér finnst því að Reykjavíkurborg eigi að sinna þessu án þess að nota peninginn sem er ætlaður fyrir Laugardalshverfi.
Garðurinn er einn af fáum á landinu þar sem börn og aðrir fá tækifæri til þess að skoða dýrin ásamt því að skemmta sér í leiktækjum með fjölskyldunni, ég tel að það sé mun betra að gera það í fallegu og öruggu umhverfi.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Svo þarft að taka húsdýragarðinn í gegn, stórsér á tækjum og viðhaldi illa sinnt undanfarin ár vegna fjárskort. Húsdýragarðurinn er yndislegur staður en það þarf góða fjárveitingu til að sinna viðhaldi tækja og húsakosts.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation