Airbnb reglugerðir

Airbnb reglugerðir

Setja þarf strangari reglur um útleigu svo hægt sé að búa í miðbænum. Airbnb var hannað til að leigja ut eigið husnæði til skammst tíma eða leigja ut auka herbergi til að drýgja tekjur, en ekki i gróðaskyni. Reglur um að ekki megi leigja fleiri en eina eign væri hentugt.

Points

Það á að ræða þettta en hugmyndin er ekki sett nógu skýrt eða vel fram. Þetta er bara airbnb tuðið sem yfirvöld settu svo pent á tungu almennings til að taka fókusinn af raunverulega vandamálinu. Sorry.

Þetta er rökleysa og þarf að útfæra betur. Það á að takmarka að kapitalistar geti keypt heilu húsin og sett þau á airbnb, airbnb er í fyrsta lagi hugsað sem heimagisting svo við skulum bara tala um gistiheimili. En yfirvöld eiga þvert á móti að hætta að skipta sér af hvað fólk gerir við eigur sínar eða heimili sín. Það á einmitt þvert á móti að gera fólki og fjölskyldum kleift að kaupa sér húsnæði í miðbænum og setja þar herbergi á airbnb meðan verið er að greiða sig í gegnum það erfiðasta.

Íbúðaverð er hátt og lítið um húsnæði i miðbænum. Íslenska heyrist varla lengur þegar gengið er um miðbæinn.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem ekki er um að ræða eiginlegt nýframkvæmda- eða viðhaldsverkefni. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það er hægt að laga fasteignamarkaðin með því að gera tvo hluti. Takmarka Airbnb að miklu leyti og banna félögum á við Gamma að eiga meira en 500 íbúðir t.d.

Frábær hugmynd, gerum það strax 😍

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information