Það vantar tilfinnanlega bekki til að geta sest niður. Vil fá strætóbekki við alla göngustíga. 'I öllum hverfum og lika nokkra bekki inn i kirkjugarðinn, margir sem ganga þar um og þurfa að hvíla sig. Muna lika eftir að setja dalla fyrir rusl og tæma þá . Laga Strætósamgöngu , láta leið 6 aka áfram um Gullengi og snúa við i Spöng og fara fram og til baka , til hagsbóta fyrir alla i Engjahverfi. Laga róluvelli t..d i Engjahverfi og koma með fleiri leiktæki, rólur og klifurgrindur. Mætti lika koma upp brennóvelli.
Mæli með þvi að fá strætóbekki á alla göngustíga i Grafarvogi og lika að hafa skýli á stoppustöðvum sérstaklega þar sem er ekkert skjól og bara einn staur á stangli. Oft vond veður og rok og fólk þarf að komast i skjól. Vantar t.d á Skólaveg skýli og svo mætti vera skýli báðum megin á Borgarvegi . Ruslafötur vantar lika víðast hvar og stubbabox.
Viljum að fólki líði betur i hverfinu okkar og geti farið' út að ganga og hvílt sig við og við . Strætósamgöngur þurfa lika að vera betri og fara um götur þar sem fólk býr en ekki i kringum hverfið . Vantar bekki alls staðar og lika rusladalla. Þetta er til hagsbóta fyrir alla. Gott mannlíf i góðu hverfi.
Þessi hugmynd var sameinuð við aðrar hugmyndir er varða bekki í Grafarvoginum og eru í kosningu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation