Bílum sem ekið er austur Sóltún í átt að Nóatúni er oft ekið mjög hratt og bílstjórar virðast almennt ekki gera sér grein fyrir að Mánatún er gata þar sem almennur hægri réttur gildir og því liggur oft við árekstrum á horni Sóltúns og Mánatúns. Hraðahindurn austan Mánatúns gæti dregið úr líkum á slíkum ákrekstrum.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation