Sameining Vesturbæjar

Sameining Vesturbæjar

Hugmynd þessi gengur út á að tveir hlutar Vesturbæjarins, N og S hlutinn, verði sameinaðir með skilvirkum hætti með því að leggja Hringbrautina í stokk. Þar með væri leiðin milli hverfishlutanna opin og greið, þar mætti koma fyrir gróðri og jafnvel byggingum s.s. veitingahúsum og sérverslunum. Aðrir möguleikar væru að gera undiröng eða göngubrú. Í tengslum við þessar úrbætur þyrfti að beina umferð inn í Vesturbæinn eftir Suðurgötu og í framhaldi, Ægissíðunni. Hofsvallagatan væri þrengd og gerð að vistgötu í anda t.d. Þórsgötu í Þingholtunum.

Points

Til að skapa tengingu á yfir Hringbrautina þyrfti stokkur ekki að vera mjög langur. Ef það væri svona 10m gangsvæði í götuhæð á móts við Meistaravelli (sem þýddi væntanlega að taka þyrfti götuna niður á kannski 100-150m svæði (miðað við 6-7% halla). Með þessu móti ættu krakkar úr norðurhlutanum greiða leið yfir á KR-svæðið (þar sem er líka tónlistarskóli), Vesturbæjarlaugin liggur vel við og leðin úr suðurhluta hverfisins yfir á Granda yrði þægileg.

Hringbrautin skiptir Vesturbæ Reykjavíkur í tvennt og rýfur fyrir vikið allt eðlilegt flæði milli N og S hluta hverfisins. Eðlilega eiga börn og fullorðnir tíðum erindi á milli þessara hluta en vegna mikillar bílaumferðar er leiðin yfir Hringbrautina bæði tafsöm og hættuleg. Lengi mætti telja upp ókosti þess að hafa slíka hraðbraut mitt í þessu gróna hverfi, s.s. hávaði, mengun og rof á eðlilegu flæði vegfarenda.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem ekki er um að ræða eiginlegt nýframkvæmda- eða viðhaldsverkefni. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Góð hugmynd. Ég vil sjá göngubrú yfir Hringbraut. Það væri líka til bóta að þrengja götuna til að draga úr kappakstrinum um götuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information