Mjög erfitt er að sjá gangandi og hjólandi fólk á gangbrautum, einkum á mótum Álfheima og Suðurlandsbrautar sem kemur framhjá bensínstöðinnni. Öflug lýsing á fjölförnum gangbrautum eykur öryggi.
Til að auka öryggi gangandi og hjólandi umferðar á gangbrautum. Ökumenn bifreiða sjá illa, jafnvel ekki, þega einhver er á leið yfir gangbraut.
Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Tek undir með að lýsing við og á gangbrautum sé brýnt öryggismál. Sama á við um upphækkanir, hraðahindranir, þrengingar eða aðrar slíkar gönguleiðir yfir götur sem þjóna de facto sem gangbrautir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation