Hætta við áform um lýsingu á stígnum meðfram Ægisíðu

Hætta við áform um lýsingu á stígnum meðfram Ægisíðu

Þrátt fyrir sterk rök gegn því að upplýsa stíginn meðfram sjónum, strax á tillögustigi, var framkvæmdin borin undir atkvæði og fékk nógu mörg atkvæði til að fá úthlutað fjármunum. Eftir að það lá fyrir mótmæltu mjög margir því á fésbókarsíðu íbúa í Vesturbænum. Þeir höfðu engin tækifæri fengið til að greiða atkvæði gegn þessari fráleitu lýsingarhugmynd.

Points

Óþarfi að lýsa upp stig við Ægissíðu, leyfum þessu svæði að vera eins ÍG það er; á mörk borgar og náttúru. PS: orðalag þessarar könnunar er villandi; en ég er sem sagt "með" að "vera á móti" lýsingu.

Endilega lýsa stíginn. Hann er algjörlega myrkvaður stærsta hluta sólarhringsins á veturna. Fólk sér ekki niður fyrir fætur sér og notar hann ekki. Gengur frekar á gangstéttinni við götuna.

Ekki þarf að endurtaka öll þau rök á móti lýsingu á stígnum meðfram fjörunni sem komu fram í heitum umræðum á fésbókarsíðu íbúa Vesturbæjar. Nægir þar að vísa til ummæla við færslu Jóns Halldórs Jónassonar 15. febrúar 2018 og viðhorfskönnunar Gunnars Tryggvasonar 16. febrúar 2018. Spurningin var þessi: "Ert þú hlynnt(ur) því að göngubraut meðfram Ægisíðufjörunni verði upplýst? Alls sögðust 469 vera á móti slíkri lýsingu, 76 sögðust hlynntir og 20 tóku ekki afstöðu.

Stöndin er falleg ljóslaus og upplýst gangstétt er hinum megin Ægisíðunnar, myndi spilla norðurljósaupplifun þeirra sem um síðuna fara.

Það ætti ekki að gera lítið úr virði þess að hafa aðgengilegt almenningsrými í borginni sem hefur fallegt og óheft útsýni þar sem allir geta notið samspils sjávar, fjallasýnar og birtu. Fæstir íbúar borgarinnar eiga sjávarlóð en hafa samt sem áður þörf fyrir að þessa endurnærandi tenginu við sjóinn og umhverfið hvort sem það er í fallegri morgunbirtu eða kvöldhúmi sem lýsing myndi skemma. Sama þótt það væru "lágar og smekklegar" ljósastikur. Það er vel upplýst gangstétt meðfram Ægisíðu.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem ekki er um að ræða eiginlegt nýframkvæmda- eða viðhaldsverkefni. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Stöndin er falleg ljóslaus enda nýtur maður sólarlags, birtingar og myrkursins þar betur.

Öll nauðsynleg rök komin fram. Ljósmengun í Reykjavík er óþolandi. Þarna eru upplýstir stígar allt um kring.

Þessi lýsing hefur þau einu áhrif að lýsa upp smá spotta af svartnættinu og minnir okkur öll á óendanlegt myrkrið sem bíður þess að tæta í sig allt líf og ljós, myrkrið sem gleypir að lokum alheiminn og allt sem í honum er. Myrkur! Myrkur!MYRKUR!! Svo er þetta líka ónauðsynleg sjónmengun sem skilar litlu sem engu.

Mér finnst Ægisíðan vera meira aðlaðandi og náttúrulegri án ljósa.

Það er sjaldan almyrkur stígnum, upplýst gangstétt á aðra hönd. Vil halda Ægissíunni eins og hún er

Mér finnst að Ægisíðan eigi að fá að halda sér eins og hún er.Það eru ljósastaurar hinum megin við götuna, þar sem gangstéttin er, og fyrir fólk sem vill fara í rómantíska göngutúra í myrkrinu og njóta norðurljósanna, að þá ganga þeir þeim megin, og þeir sem vilja að hann sé upplýstur ganga húsamegin. Það sýndi síg í þeim fjölda mótmæla sem komu vegna hugmyndarinnar að vilji fólks er að halda ströndinni eins og hún er. Ljósmengun er mengun sama hvernig sem litið er á það.

Kannski óvinsæl skoðun, en upplýstir stígar eru öruggari fyrir gangandi, hlaupandi, hjólandi (börn) og aldraða. Þessi ljós hafa engin áhrif á norðurljósaskoðun! Það eru götuljósin! Hafið er svart þegar það er dimmt! Engin tengsl. Skil ekki hvort Stefán er með MYRKRI eða móti. Öryggi trompar rómatík. Alltaf! Hafa orðið slys á þessum stíg? Hver var ástæða þeirra? Samt held ég að það sé rétt mat að "rómantík sé driffjöðurin í mótmælum gegn lýsingunni. Sem er mjög athyglisvert. Ekki vísindin!

Mæli með að fólk kynni sér höfuðljós vilji það endilega hlaupa,ganga,hjóla um óupplýstan stíg að nóttu til.

Það er stutt í vel upplýstan göngustíg og þarf því enginn að fara um þann göngustíg sem hér um ræðir. Það sem hins vegar hverfur við lýsingu þessa stígar eru sjónræn tengsl við hafið og himinninn.

Lýsing á strandstígnum er vel meint en illa ígrunduð. Strandstígurinn við Ægisíðu er nokkur hundruð metra langur kafli en svo tekur við ca 3 km lítt upplýst leið inn í Nauthólsvík. Rétt hjá stígnum er svo upplýst gangstétt og hjólastígur. Að fórna myrkurgæðum fyrir þetta finnst mér afar slæmt. Sem hlaupari er ég sjálfur stórnotandi á þessum stígum og finnst þeir fá næga óbeina birtu. Það sama á við stígana á Eiðsgranda og út á Nes. Vinsamlegast stöðvið þessa misráðnu aðgerð.

Myndi nú vilja að skrefið yrði lengra og lýsa upp göngustíginn tyrir neðan Skerjafjörðinn

Ein af leiðunum út úr þeim svifryksvanda sem við glímum við þessa dagana er að fjölga þeim sem fara ferða sinna á reiðhjólum. Stígurinn á Ægisíðu er framkvæmd sem potar okkur í þá átt. Aukið öryggi þeirra sem fara þar um potar okkur enn lengra. Lýsing á stígnum eykur óumdeilanlega öryggi þerra sem fara hjólandi um hann. Þær lausnir sem borgin hefur sett fram sýna okkur ljósastaura í hnéhæð. Þeir hafa ákaflega lítil áhrif út fyrir stíginn sjálfan.

Magnað að geta notið norðurljósa og stjörnubjarts himins við öldugjálfur í miðri borg. Upplýst gangstétt er í nokkurra metra fjarlægð fyrir hina myrkfælnu

Það var kosið um þessa hugmynd fyrir 2-3 árum síðan og þá var þessu hafnað og því undarlegt að þessu sé hleypt í gegn aftur, það er ekki verið að kjósa um hvort flugvöllurinn eigi að vera eða fara á 2. ára fresti. Svo eru það að setja lýsingu á ströndina á þetta litla rökkursvæði sem eftir er í Reykjavík er að hafa svo gríðaleg ásýndar og umhverfisáhrif að það hlýtur að kalla á umhverfismat og grendar kynningu. Annað eins er gert þegar fólk vill reisa garðskíli eða byggja kvistglugga

1. Þeir sem vilja ganga í birtu geta gert það húsamegin svo augljóslega er ekki þörf á lýsingunni! Það er enginn sem ÞARF að labba við sjóinn á Ægisíðunni, það er val: upplýst gangbraut eða göngustígur við sjóinn sem er myrkur ca 35% ársins. 2. Ljósastaurarnir valda og viðhalda ljósmengun. 3. ÖRfáir staðir í Reykjavík sem hægt er að ganga meðfram myrkum sjó = sérstaða Ægisíðunnar sem væri eyðilögð. 4. Um dag og um sumar væru þessir ljósastaurar algjört lýti. 5. Leyfa náttúrunni að eiga sig!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information