Börn eru tekin í einkaviðtöl þar sem þau eru spurð út í ástand heimilisins, hvort foreldrarnir rífist eða systkini séu mikið að stríða og annað. Komist er að því hvort drykkja sé á heimilinu, hvort einhver hafi fallið frá og svo framvegis. Hugsanlega væru foreldrar spurðir út úr einnig. Trauma barna myndast við einstaka atburði en oft yfir langan tíma t.d. vegna rifrildis eða þunglyndi foreldra. Art therapíu og emdr aðferð yrði svo beitt til að aðstoða viðkomandi. Stundum eru nokkur skipti nóg.
Greina þarf snemma hvort börn þurfi hjálp vegna trauma. Trauma er ekki alltaf atburðabundið heldur verður oft til yfir langan tíma til dæmis við spennu og rifrildi innan heimilis. Slíkt þarf að greina strax og hjálpa börnum að vinna úr með art therapíu eða EMDR meðferð. Sumir þurfa enga slíka aðstoð en sumir mikla. Þeir sem þurfa mikla aðstoð og fá hana ekki munu eiga erfitt í lífinu og þar með talið námi alveg sama hvernig námið er uppbyggt. Í raun á traumameðhöndlun að vera nr 1. en nám nr. 2.
Ræða þyrfti við öll börn og foreldra og gætt yrði 100% trúnaðar. Síðan yrði metið hverjir þyrftu meiri hjálp en aðrir. Þetta yrði endurtekið allan skólaferilinn. Ræða þarf við öll börn, líka þau duglegu, því oft eru trauma falin og lenda einstaklingar í "snöru gamalla áfalla" oft seinna á námsferlinum, oft ekki fyrr en í mennta- eða háskóla
Viðtöl og meðferð yrði tekin upp á myndband og hljóð. Þetta myndi draga úr athyglisbresti og öðrum erfiðleikum hjá krökkum. Þetta borgar sig fyrir samfélagið hugsanlega fjárhagslega séð. EMDR meðferð er mest notaða sálfræðiaðstoð í Bandaríkjunum og er talin mjög áhrifarík Art therapía er einnig mjög styrkjandi fyrir ungar sálir sem eru ekki þroskaðar í að nota talmál í að tjá sig. Myndir eru milliliður djúps sálarinnar og samtals sérfræðings og barns
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation