Hraðahindrun og gangbraut á Efstaleiti við horn Ofanleitis

Hraðahindrun og gangbraut á Efstaleiti við horn Ofanleitis

Það ætti að vera löngu búið að setja gangbraut og hraðahindrun á horni Efstaleitis og Ofanleitis. Gífurleg bílaumferð er um Efstaleitið en einmitt á þessum stað fer mikið af gangandi vegfarendum, aðallega ungt námsfólk sem er á leið í Menntaskólann við Hamrahlíð eða Verzlunarskóla Íslands. Einnig er um það að gamalt fólk sem býr í hverfinu eigi í erfiðleikum með að komast yfir götuna, vegna mikils umferðarþunga, á leið sinni á Heilsugæslustöðina, sem er hinum megin við götuna.

Points

Mikill umferðarþungi er á Efstaleiti, sérstaklega á morgnana þegar skólar eru að byrja og foreldrar eru að keyra unglingana sína í skólann, en margir koma gangandi úr öðrum hverfum. Engar framkvæmdir hafa verið gerðar í allri götunni til að bæta umferðaröryggi, hvorki við Ofanleitið, Listabraut né við Grensásveg. Skólabörnum, framhaldsskólanemendum, öldruðum og öðrum gangandi vegfarendum hefur verið sýnd mikil lítilsvirðing af hálfu Reykjavíkurborgar vegna þessa en vandinn hefur verið augljós.

Ég er sammála þessu, vonandi verður eitthvað gert til að draga úr umferðarhraða.

Vonandi fæ ég einhver jákvæð viðbrögð

Ég býst fastlega við að þetta verði samþykkt því vandinn er augljós. Það versta er að fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu mikill umferðarþunginn er um Efstaleitið. Fulltrúar Reykjavíkurborgar sögðu það á einum hverfafundi fyrir mörgum árum að það væri jafnmikill umferðarþungi um Efstaleitið og um Háaleitisbraut. Ótrúlegt, en satt. Þið foreldrar sem eigið börn í Verzló eða MH ættuð að íhuga þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information