Aðstaða fyrir ferðavagna, húsbíla og fellihýsi.

Aðstaða fyrir  ferðavagna,  húsbíla og fellihýsi.

Margir eiga ferðavagna,húsbíla og fellihýsi. Bílastæði í Seljahverfi eru allt of fá og þau okkar sem eiga ferðatæki sem taka heilt bílastæði eru í vandræðum. Á flestum heimilum í dag er 1-2 bílar og oft er maður í vandræðum með að fá bílastæði í nærumhverfinu. Margir hafa lagt ferðavögnum neðan við bílskúra á horni Engjasels og Seljabrautar og fengið sektir. Hvernig væri að gera aðstöðu þar yfir sumartímann og síðan væri hægt að sekta okkur ef ferðatækið er ekki farið fyrir septemberlok.

Points

Það er slæm hugmynd að ráðstafa takmörkuðu plássi í íbúðarhverfum undir bílastæði. Að fjölga malbikuðum bílastæðum svo fólk geti geymt kyrrstæða (megnið af árinu) vagna ókeypis er ekki gott. Nær væri að ráðstafa plássi og fjármagni í annað, svo sem græn svæði, leiksvæði fyrir börn o.þ.h. Fólk sem á tengivagna ætti sjálft að útvega geymslupláss á eigin kostnað. Stæði eru ekki ókeypis.

Við ferðumst meira og erum á fullkomnari ferðatækjum sem eru plássfrek og taka stæði sem annars væru bílar í. Veit að fleiri eru á sama máli. Hverfin voru ekki byggð með það fyrir augum að á hverju heimili væru margir bílar og þaðan af síður var gert ráð fyrir þeirri þróun á ferðamáta sem orðið hefur á s.l. árum. Veit að hægt væri að gera þetta og held að það ætti ekki að vera sjónmengun af þessu og ef það yrði þá gætum við búist við að vagnar yrðu fjarlægðir með tilheyrandi kostnaði eiganda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information